Forsíða/ Skilmálar vefverslunar/ Fréttir/ Um okkur/ Nýskráning/ Vörukarfa
 

Um okkur

Upphafið:Fyrirtækið Hundahreysti var stofnað árið 2008 af okkur Kristínu Þorvaldsdóttur og Daníel Elíassyni eftir að við höfðum verið með hugmyndina "í maganum" í tæplega tvö ár. Við komumst í kynni við ferskfóðrið þegar við bjuggum í Svíþjóð og fann tilvalið að hægt væri að kaupa tilbúið heilfóður handa hundum sem inniheldur hrátt kjöt.

Þegar heim var komið sáum við að hvergi var hægt að kaupa tilbúið ferskfóður. Við höfðum samband við Nordic hundfoder í Svíþjóð og fengum að heimsækja verksmiðju þeirra. Fljótlega var ákveðið að fara í framleiðslu á fóðri þeirra hér á landi með franchise-samning, enda er bannað að flytja það til landsins. Nordic í Svíþjóð hefur framleitt ferskfóður fyrir hunda síðan 1980 og mjög góð reynsla er komin á notkun fóðursins þar.

Auk kaups á uppskriftinni sjálfri fylgir með í samningnum aðgangur að allri þekkingu Nordic í Svíþjóð um fóðrið og næringarfræði hunda. Þar af leiðandi er það ekki bara varan sjálf, heldur líka þekkingin, sem flyst hingað til lands og erum við í mjög nánum samskiptum við Nordic í Svíþjóð.

Margt breyttist þegar kreppan skall á en í stað þess að láta deigan síga ákváðum við að halda ótrauð áfram svo íslenskir hundar og eigendur þeirra þyrftu ekki að bíða lengur eftir að geta keypt tilbúið íslenskt ferskfóður.

Í stað þess að fara út í dýrar fjárfestingar höfðum við samband við Matís ohf. sem var þá nýbúið að opna Matarsmiðju sína fyrir frumkvöðla sem vilja hefja starfsemi og fá ráðgjöf í leiðinni. Gott samstarf ríkir milli okkar, birgjanna og Matís. Öll hráefni eru send beint á Höfn þar sem við förum reglulega til að framleiða fóðrið.

Starfsmenn Matís hafa verið okkur innan handar og veitt okkur ráðgjöf í ýmsum málum er varða framleiðslu, tæknimál og fleira og fyrir það erum við þeim afar þakklát.
 
Áframhaldið:

Við erum afar þakklát Matís fyrir veitta aðstoð. Við erum nú komin með eigið húsnæði að Smiðjuvegi í Kópavogi. Þar hefur áður verið starfræk kjötvinnsla og er aðbúnaður þar allur eins og best verður á kosið.

Starfsmenn Hundahreystis eru nú 3 í 2,5 stöðugildum og við höldum áfram að stækka og dafna þar sem hundarnir sem eru á fóðrinu frá okkur halda áfram að þrífast.

Reynt er eftir bestu getu að hafa allt hráefni, sem notað er í fóðrið, íslenskt og stenst það strangasta gæðaeftirlit. Aðeins eru notaðar viðurkenndar pakkningar fyrir matvæli sem standast einnig strangasta gæðaeftirlit.

Hundahreysti er skráð hjá Matvælastofnun og er Nordic ferskfóður skráð þar sem heilfóður fyrir hunda.Hönnun á lógó: Gréta Hauksdóttir, grafískur hönnuður


Hundahreysti ehf.
Bæjarhraun 24

220 Hafnarfjörður
Kt: 471108-1030
Sími: 865-8500

VSK númer 99510

Vörukarfa

Fjöldi: 0

Samtals verð: 0 ISK

Skoða körfu
© Allur réttur áskilinn www.notando.is